top of page
Matur 3.jpg

Þægilegasta kaffihúsið í bænum

Bókasamlagið er staður fyrir fjölskyldur, vinahópa, þá sem elska að hanga einir á kaffihúsi, rithöfunda, bókaunnendur og alla sem kunna að meta gott kaffi og með því.

Bókasamlagið er með margþætta starfsemi en fyrst og fremst erum við kaffihús fyrir þá sem vilja njóta þess að vera í fallegu og rólegu umhverfi og slaka á með góðan kaffibolla eða eitthvað annað sjá matseðil: https://www.bokasamlagid.is/matsedill

Hljóðsamlagið er hljóðver þar sem hver sem er getur pantað tíma til að taka upp hlaðvarp, gera útvarpsþátt um uppáhalds efnið sitt eða taka upp hljóðbók. Við gerum tilboð í hljóðbókagerð og hjálpum höfundum að koma verkum sínum á hljóðbókaveitur. Pantið samtal við okkur hér: https://www.bokasamlagid.is/thjonusta-og-radgjof

Ráðgjöf og aðstoð við höfunda. Við viljum að höfundar fái meira í hlut sinn þegar bók er gefin út, prentuð, raf- eða hljóðbók. Auðvelda aðgengi þeirra sem skrifa að réttum upplýsingum, samstarfsaðilum við hæfi og þjónustu sem hægt er að sameinast um. Við trúum því að útgáfa sé í mikilli þróun og höfundar fari meira að vera sínir eigin útgefendur. Við styðjum það og viljum aðstoða eins og hægt er. Bókið ráðgjafaviðtal hér: https://www.bokasamlagid.is/thjonusta-og-radgjof

Krakkasamlagið er leikgangurinn okkar. Þar er fullt af leikföngum og bókum fyrir börnin. Það eina sem við biðum um er að þið takið til eftir að leik er lokið. Í afgreiðslunni er ávaxtakarfa með ókeypis ávöxtum fyrir börnin.

Flökkubókasamlagið okkar er orðið stórt og við hvetjum fólk til að koma með bækur og skilja eftir hjá okkur og taka aðrar bækur með sér heim. Við trúum því að bækur eigi mörg líf og hafi gaman að því að flakka á milli eigenda.

Já, við vitum að við erum að missa okkur í að nota samlagsviðtenginguna, en við ráðum ekki við okkur.

 

bottom of page