top of page
Search

Þetta með opnunartímann... eða réttara sagt lokunartímann

Um áramótin breyttum við opnunartímanum í 08.00 til 20.00. Það hefur verið ágætt sérstaklega á morgnanna, þá er sko nóg að gera. En tíminn frá 18.00 til 20.00 hefur verið alls konar og oft er verið að hanga yfir engu, en stundum er fólk alveg fram að lokun. En bara stundum.


SVO við erum að huga um að breyta aftur og loka kl: 18.00 flesta daga. Ef það eru margir í húsi á lokunartíma og stemmari, þá getum við haft opið áfram. En reglan verður lokað kl: 18.00 og undantekningin 20.00 ef margir eru í húsi.


Þegar það eru viðburðir er opið lengur og auglýst sérstaklega.Við ætlum ekkert að vera að tefja þetta og byrjum bara í dag að loka kl: 18.00.


Vinsamlegast skilið inn athugasemdum um breytinguna á FB síðu Bókasamlagsins, ef einhverjar eru.

172 views0 comments
bottom of page