top of page

þri., 28. mar.

|

Bókasamlagið

Ritsmiðja fyrir skúffuskáld: Viltu stíga út fyrir þægindarammann?

Dagana 28 og 30. mars og 3. apríl munu þær Sæunn Unu Þórisdóttir og Ásdís B. Káradóttir vera með námskeið hjá okkur í Bókasamlaginu sem ætlað er til þess að hvetja einstaklinga til þess að skrifa betri texta og að taka gagnrýni á skrif sín.

Þetta námskeið er uppbókað.
Sjá önnur námskeið
Ritsmiðja fyrir skúffuskáld: Viltu stíga út fyrir þægindarammann?
Ritsmiðja fyrir skúffuskáld: Viltu stíga út fyrir þægindarammann?

Time & Location

28. mar. 2023, 17:00 – 03. apr. 2023, 19:00

Bókasamlagið, Skipholt 19, 105 Reykjavík, Iceland

About the event

Námskeiðið hefur verið haldið áður og hefur gengið vel og fengið góðar umsagnir. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga til að taka af skarið, byrja að skrifa og að auki fá faglega aðstoð með textana sem verið er að skrifa.

Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem nauðsynlegt er að vita þegar gefin er út bók og munu þær Sæunn og Ásdís fara yfir;

  • Ritstjórnarferlið.
  • Praktísk atriði varðandi útgáfu.
  • Hvernig leidd hugleiðsla getur aðstoðað við hugmyndavinnu.
  • Hvernig hægt er að nota myndir og minningar sem kveikjur.

Einnig fá þátttakendur tækifæri á að skila inn stuttum texta og fá ritstjórn og endurgjöf á meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðið er 3 skipti frá klukkan 17:00 til 19:00 og verður haldið í Bókasamlaginu í Skipholti 19. Happy hour verður fyrir þá sem sitja á námskeiðinu auk þess verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí ef þess er óskað.

Einungis er pláss fyrir 16 manns og kostar námskeiðið 39.000 kr og viljum við benda á það að stéttarfélögin taka þátt í að greiða kostnað þess!

Leiðbeinendur eru:

- Ásdís B. Káradóttir en hún er með MA í ritlist, BA í bókmenntafræði auk þess að vera  hjúkrunarfræðingur og með diplóma í sálgæslu og Jóga Nidra kennararéttindi.

- Sæunn Unu Þórisdóttir er með MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, BA í bókmenntafræði með ritlist sem aukagrein og einnig er hún útstillingahönnuður.

Share this event

bottom of page